
■ (U)SIM-korti og rafhlöðu komið fyrir
Tækið notar BP-5M rafhlöður.
1. Snúðu tækinu þannig að bakhliðin snúi að þér og taktu hana síðan af með því
að renna henni niður á við (1) og fjarlægja hana (2). Fjarlægðu rafhlöðuna með
því að lyfta öðrum enda hennar (3).
2. Renndu (U)SIM-kortinu í SIM-kortsfestinguna (4).
Gættu þess að gyllti snertiflöturinn á kortinu snúi niður á tækinu og að skáhorn
þess snúi að kortaraufinni.
3. Komdu rafhlöðunni aftur fyrir (5). Komdu bakhliðinni aftur fyrir (6).