Nokia 6220 classic - Almennt

background image

Almennt

Veldu >

Stillingar

>

Símstill.

>

Almennar

og úr eftirfarandi:

Sérstillingar

— Til að stilla skjáinn, biðstöðu, tóna (svo sem hringitóna), tungumál,

þemu og raddskipanir.

Dagur og tími

— Til að stilla tíma og dagsetningu og sniðið á skjánum.

Aukahlutir

— Til að breyta stillingum fyrir aukahlut. Veldu aukahlut og þá stillingu

sem þú vilt.

Eigin lykill

— Til að skipta um flýtivísi fyrir eigin lykil. Sjá „Biðstaða“ á bls. 13.

Öryggi

— Til að breyta stillingum tækisins og SIM-kortsins, svo sem PIN- og

læsingarnúmerum; til að sjá upplýsingar um öryggisvottorð og staðfesta
sannvottun, og skoða og breyta öryggiseiningum.

Þegar öryggisaðgerðir sem takmarka símtöl eru í notkun (svo sem útilokun, lokaður
notendahópur og fast númeraval) kann að vera hægt að hringja í opinbera neyðarnúmerið
sem er forritað í tækið.

background image

62

S t i l l i n g a r

Mikilvægt: Þó að notkun vottorða dragi verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar verður að nota þau rétt svo að aukið
öryggi fáist. Tilvist vottorðs er engin vörn ein og sér. Vottorðastjórinn verður að
vera með rétt, sannvottuð eða tryggileg vottorð svo að aukið öryggi fáist. Vottorð
eru bundin tilteknum tíma. Ef textinn „Útrunnið vottorð“ eða „Vottorðið hefur enn
ekki tekið gildi“ birtist þó svo að vottorðið ætti að vera gilt skal athuga hvort rétt
dag- og tímasetning er á tækinu.

Áður en vottorðsstillingum er breytt þarf að ganga úr skugga um að örugglega megi treysta
eiganda þess og að það tilheyri í raun eigandanum sem tilgreindur er.

Forstillingar

— Til að færa sumar stillingarnar aftur í upprunalegt horf. Nota þarf

læsingarnúmerið.

Staðsetning

(sérþjónusta) — Til að breyta staðsetningarstillingum.

Sjá „Staðsetningarstillingar“ á bls. 25.