Nokia 6220 classic - Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda

background image

Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda

Samnýting hreyfimynda krefst tengingar við þriðju kynslóðar farsímakerfi
(UMTS). Upplýsingar um farsímakerfi og gjald fyrir notkun forritsins fást
hjá þjónustuveitunni.

Til að hægt sé að nota samnýtingu hreyfimynda þarftu að gera eftirfarandi:

• Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir tengingar á milli

einstaklinga.

• Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og viðtakandinn séu skráðir

á UMTS-símkerfið.

• Gakktu úr skugga um að þú hafir virka UMTS-tengingu og sért innan

dreifisvæðis UMTS-símkerfis. Ef þú ferð út úr UMTS-farsímakerfi
meðan samnýting fer fram, þá rofnar hún en símtalið heldur áfram.