Nokia 6220 classic - Kort skoðuð

background image

Kort skoðuð

Veldu >

Kort

eða styddu á eigin lykil. Sjá „Eigin lykill“ á bls. 16.

Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v. að velja
farsíma-aðgangsstað til að geta hlaðið niður kortaupplýsingum um
þann stað sem þú ert staddur á. Hægt er að breyta sjálfgefnum aðgangsstað
síðar með því að velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Símkerfi

.

Til að fá tilkynningu þegar tækið tengist farsímakerfi utan heimakerfis skaltu
velja

Valkostir

>

Verkfæri

>

Stillingar

>

Internet

>

Viðvörun um reiki

>

Kveikt

.

Þjónustuveitan þín gefur nánari upplýsingar (m.a. um reikigjöld).

Gagnaflutningsvísirinn sýnir hvaða internettenging er notuð og hve mikið
af gögnum hefur verið flutt síðan forritið var ræst.

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi að einhverju leyti. Aldrei skal treysta
eingöngu á kort sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu tæki.

Þegar Kortaforritið er opnað birtist höfuðborg landsins sem þú ert í eða sá staður
sem þú varst á síðast þegar forritið var opið. Korti af staðnum er einnig hlaðið
niður, ef þörf krefur.

Til að koma á GPS- tengingu og súmma að staðnum sem þú varst á síðast skaltu
styðja á 0 eða velja

Valkostir

>

Núv. staður

.

background image

28

S t a ð s e t n i n g

GPS-vísir

neðst hægra megin á skjánum sýnir aðgengi og sendistyrk

gervihnattarmerkisins. Eitt strik merkir einn gervihnött. Þegar tækið fær næg gögn
frá gervihnettinum til að koma á GPS-tengingu verður strikið grænt. Tækið þarf að
fá merki frá a.m.k. fjórum gervihnöttum til að geta reiknað út punkta núverandi
staðar. Eftir fyrstu útreikninga ættu merki frá þremur gervihnöttum að nægja.

Til að súmma að eða frá skaltu styðja á * eða #. Til að færast til á kortinu notarðu
skruntakkann. Nýju korti er sjálfkrafa hlaðið niður ef þú flettir að svæði sem
ekki er á kortum sem þegar hefur verið hlaðið niður. Sjá „Kortum hlaðið niður“
á bls. 29. Kortin eru ókeypis en niðurhal getur falið í sér stórar gagnasendingar
um farsímakerfi þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar
um gagnaflutningsgjöld. Kortin vistast sjálfkrafa í minni tækisins eða á samhæfu
minniskorti (ef slíkt kort er í tækinu).