■ Hefðbundin og sjálfvirk textaritun
Við innslátt texta birtist
á skjánum þegar flýtiritunin er virk og
þegar
hefðbundinn innsláttur er virkur. Til að kveikja eða slökkva á flýtiritun skaltu
styðja á # nokkrum sinnum eða styðja á * og velja
Kveikja á flýtiritun
eða
Flýtiritun
>
Slökkt á flýtiritun
.
,
,
eða
við hliðina á textainnsláttarvísinum gefur til kynna
há- eða lágstafi eða talnaham. Til að skipta milli há- og lágstafa eða skipta milli
bókstafa eða tölustafa skaltu styðja á # nokkrum sinnum.
Til að breyta innsláttartungumáli tækisins skaltu velja
>
Stillingar
>
Símstill.
>
Almennar
>
Sérstillingar
>
Tungumál
>
Tungumál texta
. Innsláttartungumálið
hefur áhrif á stafi þegar texti er ritaður og flýtiritunarorðabókin er notuð. Það
eru fleiri stafir á talnatakka en þeir sem eru prentaðir á hann.
Hefðbundin ritun
Ýttu endurtekið á talnatakka, 2 til 9, þar til tiltekni stafurinn birtist. Styddu á 1 til
að fá algengustu greinarmerkin og sérstafina.
33
S k i l a b o ð
Ef næsti stafur sem þú vilt nota er á sama takka og stafurinn sem þú varst að slá
inn skaltu bíða þar til bendillinn birtist (eða fletta áfram til að geta slegið stafinn
strax inn) og slá svo inn stafinn.
Flýtiritun
1. Styddu aðeins einu sinni á talnatakka 2–9 fyrir hvern staf. Orðið breytist
í hvert skipti sem stutt er á takka. Til að fá upp algengustu greinarmerki
skaltu styðja á 1.
2. Þegar þú hefur slegið inn orð og það er rétta orðið skaltu staðfesta það með
því að fletta áfram eða slá inn bil.
Ef orðið er ekki rétt skaltu styðja endurtekið á * til að skoða önnur svipuð orð
sem orðabókin finnur.
Ef ? birtist aftan við orðið inniheldur orðabókin ekki orðið sem þú vildir
slá inn. Veldu
Stafa
til að bæta orðinu inn í orðabókina. Sláðu inn orðið
(allt að 32 stafi) og veldu
Í lagi
. Þá er orðinu bætt inn í orðabókina. Þegar
orðabókin er orðin full er elsta orðinu sem var sett inn í hana skipt út fyrir
nýjasta orðið.
Algengar aðgerðir í hefðbundinni ritun og flýtiritun.
Til að slá inn tölustaf skaltu halda talnatakkanum inni.
Til að slá inn greinarmerki og sérstafi skaltu halda * inni.
Ef eyða á staf er stutt á hreinsitakkann. Ef eyða á fleiri stöfum er hreinsitakkanum
haldið inni.
Til að setja inn bil skaltu styðja á 0. Styddu þrisvar sinnum á 0 til að færa bendilinn
í næstu línu.